Dagar stóru stjórnmálaflokkanna eru taldir. Um alla Evrópu rísa flokkar, sem erfitt er að staðsetja í hefðbundið mynztur íhalds og krata. Jaðarflokkar af ýmsu tagi hafa náð 20% fylgi hver fyrir sig. Einkum fara krataflokkar illa út úr dómi kjósenda. Allt frá innreið Blair-ismans hafa krataflokkar verið að týna áttum. Hvarvetna sjá kjósendur, að pólitíkusar eru engir Gandálfar, heldur illa gefnir þjófar og umboðssvikarar. Um álfuna breiðist vantraust á pólitíkusum og pólitíkinni almennt. Grillo á Ítalíu og Iglesias á Spáni og Farage á Bretlandi eru ólík dæmi um nýtt fólk með nýja sýn. Höfða til fólks sem er þreytt á falsinu.