Samtök almennings hafa undanfarið unnið nokkra sigra í baráttunni við helztu glæpafyrirtæki heimsins. Þeim hefur tekizt að fá Evrópusambandið til að setja strangari markmið um minni útblástur koltvísýrings. Þeim hefur tekizt að stöðva framkvæmdir við heimsins stærstu efnaverksmiðju Monsanto í Argentínu. Hefur tekizt að fá friðun á víðáttumiklu svæði í Kyrrahafi. Hefur tekizt að stöðva tilraunir til að hefta internetið í Evrópu. Og þeim hefur tekizt að afnema leynilegar atkvæðagreiðslur á þjóðþingi Brasilíu. Hvar sem bófar risafyrirtækja sækja fram, koma samtök almennings til varnar. Austurvöllur er um allan heim.