Stefna ríkisstjórnarinnar sést í fjárlögum, skýr, einbeitt og grimm. Þar sjást flutningar tugmilljarða króna frá fátækum til hinna allra ríkustu. Í umboði nærri helmings þjóðarinnar er kvótagreifum og öðrum auðgreifum afhentur arður þjóðfélagsins. Með stórfelldri lækkun auðlindarentu og afnámi auðlegðarskatts. Í umboði nærri helmings kjósenda eru þessir tugmilljarðar teknir af fátækum. Af öldruðum, öryrkjum, sjúklingum, einstæðum. Við sjáum afleiðingarnar, þegar fólk deyr á biðlistum Landspítalans. Hafi fólk eitthvað við grimmdina að athuga, ber því að snúa sér til kjósenda Framsóknar og Sjálfstæðis. Hvar sem þeir finnast.