Að venju kemur allt réttlæti á Íslandi frá Evrópu. EFTA-dómstóllinn hefur metið íslenzk neytendalán ólögleg, séu þau með verðbólguvísitölu, sem miðuð er við 0%. Þau eigi að miðast við verðbólgu á lántökutíma. Bankarnir munu berjast um á hæl og hnakka, en innlendir dómstólar þora ekki að fara gegn Evrópu og evrópsku réttlæti. Hingað til hefur einkennt íslenzka dómara, að þeir skilja ekki orðið réttlæti. Voru í geðveikiskasti að dæma ungling fyrir 0,2 grömm af marijúana. En Evrópa síast inn hægt og örugglega. Senn hverfa dómarar frá Líndælsku, fara að skilja orð eins og þjóðareign og réttlæti, hornstein góðra laga í Evrópu.