Blása á sektirnar

Punktar

Hélt í einfeldni minni, að smálánafyrirtækin hefðu verið bönnuð. Svo er alls ekki, þau eru enn að lána og sæta enn sektum fyrir ýmiss konar okur. Af hverju er ekki hægt að losna við fjármálaglæpi fjölþjóðlegra bófaflokka? Sektir hafa engin áhrif á rekstur Kredia, Smálána, Múla, Hraðpeninga og 1909 eða hvað þau heita öll þessi blómlegu fyrirtæki. Þau halda áfram sínu striki. Sektirnar eru skiptimynt í samanburði við hagnað fyrirtækjanna. Forstjórar þeirra hlæja bara að íslenzku réttarfari og halda sínu striki. Halda áfram að brjóta sömu lög og þeir voru áður sektaðir fyrir. Það er von, að menn telji Ísland vera Undraland.