Þarfasti þjónn kvótagreifa og Landsvirkjunar er formaður atvinnuveganefndar alþingis. Jón Gunnarsson er samt lítill málafylgjumaður, lýgur svo ósennilega, að eftir er tekið. Verkefnastjórn rammaáætlunar í ráðuneytinu kallar hann menn „úti í bæ“ og lýsir þannig frati á hana. Greip fram fyrir hendur hennar, hyggst ryðja átta virkjunarkostum úr biðflokki í nýtingarflokk. Táknar þó biðflokkur ekki annað en að verið sé að skoða málið betur. Jón hefur skoðað málið hraðar og betur en verkefnastjórnin og telur alla virkjunarkosti vera góða. Slítur því friðinn, lýsir yfir stríði gegn hálendinu, gegn Íslandi. Fremur landráð.