Fortíðinni rústað

Punktar

Ég er svo gamall, að ég man enn eftir fyrstu kjörbúðinni, Nora Magasín, milli Reykjavíkurapóteks og Hótels Borgar. Hún vék fyrir afskræmi arkitekta. Svo var það Haraldarbúð við Lækjartorg með öllum sínum skúffum og loftþrýstirörum upp á aðra hæð. Frábærar innréttingar Reykjavíkurapóteks viku fyrir drykkjubúllu. Einstæðar innréttingar Naustsins viku fyrir aumasta veitingahúsi borgarinnar. Flottar innréttingar Egils Jacobsens eru horfnar. Og nú er gömlum innréttingum Fatabúðarinnar ögrað af kínverskri matarbúllu. Þetta allt má hafa til marks um, að menningarsnauðum Íslendingum er fyrirmunað að skilja eigin menningarsögu.