Ég skil vel, að ríkislögreglustjóri og lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins treysti sér ekki til að koma fyrir almannasjónir. Þá vekja þeir Frankenstein og láta hann predika guðspjallið. Frankenstein horfir á bíómyndir og les útlendar fréttir um hræðileg vandamál, sem gætu komið til Íslands. Hann bendir einkum á heimaræktað ofbeldi á borð við Breivik og liðsmenn Isis. Eru slíkir hér? er hann spurður. Við vitum það ekki, því að við höfum ekki enn skoðað það, segir hann. Samt vantar hann meira af sjálfvirkum hríðskotabyssum til að fást við íslenzkan Breivik og íslenzkan liðsmann Isis. Og klæjar sárt í gikkfingurinn.