Steinbarn ráðherrans

Punktar

Því meira sem ég les um náttúrupassann, þeim mun hrifnari verð ég af hækkun gistináttagjalds. Ekkert kostar að rukka inn þá hækkun, náttúrupassinn kallar á rándýrt eftirlitskerfi. Eftirlitsmenn þurfa að hlaupa um fjöll og firnindi. Auk þess mun náttúrupassinn ekki skila sér, því að fjöldi manns mun hunza hann, íslenzkir og útlendir. Gistináttagjaldið skilar sér hins vegar, auk þess sem ríkið græðir á atlögu að svarta markaðinum. Í tæp tvö ár hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir gengið með steinbarnið í maganum. Teflir svo í heimsku sinni fram náttúrupassanum, einmitt þegar ferðaþjónustan hefur sætzt á gistináttagjaldið