Vort daglega hneyksli

Punktar

Ríkisstjórninni er ekki sjálfrátt. Daglega eru ný hneyksli í boði. Aldrei höfum við séð annað eins á lýðveldistímanum. Landspítalinn kominn að fótum fram og læknar farnir að flýja land. Frestað er kaupum á nöfnum 500 Íslendinga með skattsvikið fé í skattaparadísum. Yfirhylmingarmál Hönnu Birnu ætlar aldrei að taka enda, nýjasti anginn er þjónustulund lögreglustjórans í Reykjavík. Þá er Jón Gunnarsson að reyna að rústa rammaáætlun um virkjanakosti. Sjálfvirkar hríðskotabyssur framhjá kerfinu koma líka við sögu. Náttúrupassi Ragnhildar Elínar er margfalt vitlausari en hækkun ferðavasks eða gistináttagjald. Og nú hefur Borgun verið einkavinavædd. Ég biðst vægðar í eina viku.