Stóriðju gefið fé

Punktar

Ríkið og hinn frægi Reykjanesbær hyggjast gefa Thorsil kísilmálmverksmiðjunni 770 milljónir króna í skattalækkunum. Það er fyrir utan raforku á tombóluverði. Þannig er haldið áfram þeirri ógæfustefnu að afsala sér auðlindarentu og gera þjóðina fátækari en ella. Stóriðjusaga landsins er löng harmsaga flutnings á auðlindarentu frá þjóðinni í erlend skattaskjól. Hækkun í hafi hét það einfalda arðrán, sem enn er í fullu gildi. Á sama tíma er einnig verið að naga innviði samfélagsins, svelta velferðina, mölva út úr kerfinu. Þjóðin er svikin um rentu af auðlindum sínum til sjávar og sveita. Þjóðin verður að endurheimta þýfið.