Margir þurfa hærri laun, því þeir hafa minna en 500.000 krónur á mánuði fyrir skatta. Þeir hafa ekki nægar tekjur til að lifa mannsæmandi lífi í landi með fullt af auðlindum. Aðrir þurfa hærri laun, því þeir fá auðveldlega miklu hærri laun í útlandinu, til dæmis læknar og hjúkrunarfólk. Í fyrra tilvikinu er það réttlætismál, í síðara tilvikinu er það samkeppnismál. Einskis virði er áróður samtaka atvinnurekenda um jafnvægi og þjóðarsátt. Þar tala menn, sem hafa milljónir króna í tekjur á hverjum mánuði. Þeir hafa rakað saman fé á lygum um, að mannsæmandi laun valdi verðbólgu. Stokkum vitlaust gefin spil upp á nýtt.