Með vaxandi vanhæfni pólitíkusa og embættismanna færist í vöxt, að þeir neita að tjá sig. Sjáum það vel í ráðherrum, sem vikum saman geta ekki svarað fyrir embættisverk sín. Til dæmis Kristján Þór Júlíusson með heilbrigðismálin í steik eins og þau leggja sig. Og líka í embættismönnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri getur ekki falið embættisglöp sín. Frægasta dæmið er Sigmundur Davíð forsætis. Til skamms tíma þótti ekki sæmandi, að fólk í ábyrgðarstörfum léti svona, en andverðleika-væðingin lætur ekki að sér hæða. Líka má segja um marga, sem eru ófeimnir að tjá sig, að betra er heima setið en af stað farið.