Vitlausasta heimskan

Punktar

Af mörgum heimskuverkum ríkisstjórnarinnar er náttúrupassinn sá vitlausasti. Ragnheiður Elín Árnadóttir var hálft annað ár að undirbúa málið. Margir bentu henni á, að gistináttagjald væri vitlegra, ódýrara og einfaldara, enda víða framkvæmt á áfangastöðum flugvélanna. Og að erfitt yrði að selja Íslendingum hugmyndina um náttúrupassa. Allt kom það á daginn og náttúrupassinn er almennt aðhláturs- og hneykslunarefni. Ráðherrann er hins vegar svo ruglaður, að engin leið var að hafa vit fyrir henni. Því fór sem fór. Náttúrupassinn er orðinn viðameira hneyksli en önnur stjórnarhneyksli, sem minna hafa hreyft við fólki