Vilja velferðina feiga

Punktar

Munurinn á þessari ríkisstjórn og forvera hennar er afstaðan til velferðar. Sú fyrri reyndi að vernda velferðina á erfiðum árum eftir hrunið. Þessi stjórn vill hins vegar velferðina feiga. Fyrri ríkisstjórnin var með Landspítalann og ýmsa aðra þjónustu úti á yztu nöf. En þessi ríkisstjórn ýtir þjónustunni fram af brúninni. Það er eins og silfurskeiðungarnir hati þjóðina og vilji, að hún drepist. Það getur engan veginn talizt normalt að slá skjaldborg um greifana, þegar sverfur að almenningi og heilsa fólks er í hættu. Þá er rétt að muna, að Sjálfstæðis og Framsókn eru bófaflokkar og að forsætisráðherra er siðblindur.