Vill spila með fólk

Punktar

„Við vitum auðvitað, við höfum farið yfir það áður, að þessi Rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið“. Þessi orð Ólafar Nordal við útkomu Rannsóknarskýrslu alþingis eru brennd í huga mér. Þá var Ólöf hugmyndafræðingur þess, að Flokkurinn skyldi bara hunza skýrsluna, enda mundi heimskur almúginn fljótlega gleyma henni. Sú hefur orðið raunin. Nú er þessi sama Ólöf orðin innanríkisráðherra. Hún var tekin fram yfir þingmenn, enda hefur hún meiri myndugleika en þorrinn af undirmálsfólkinu þar. En hún er þrátt fyrir hæfileikana þeirrar skoðunar, að almúginn sé bara til að spila með.