Reiðileysi stjórnarandstöðu

Punktar

Samfylkingin er í reiðileysi með lítið fylgi. Á tíma árása á velferð og öryggi almennings, ætti fólk að fylkja sér um hana. En svo er ekki. Mestu veldur, að formaður er gamall bankavinur frá síðasta kjörtímabili, er fátt getur og ekkert selur. Vinstri grænir eru í svipuðu reiðileysi, en hafa þó formann með kvóta, sem kemst upp með að gera fátt. Hér er enginn velferðarflokkur láglaunafólks. Björt framtíð er í fyndnum málum á borð við breyttan mælikvarða tímans. Hún er með ótryggt fylgi á undanhaldi. Það litla, sem til er af stjórnarandstöðu, er hjá pírötum. En enginn hefur grætt á andstöðu við teboðsstefnu stjórnarinnar.