Landsnet veldur töfum

Punktar

Landsnet kvartar yfir, að tafir á afgreiðslu raflína í kerfinu valdi sér of miklu tjóni. Landsnet gleymir, að tafirnar stafa af eigin langvinna hroka. Felst einkum í að fyrirtækið hlustar ekki á nein rök um, að raflínur í jörð séu miklu ódýrari en fram kemur í samanburðartölum fyrirtækisins. Í sumum tilvikum kostar sama að leggja línu í jörð og í lofti. Fyrirtækið hefur með brögðum gert Vegagerðina samseka í að undirbúa loftlínu og veg um Sprengisand. Sveitarfélög hafa með málaferlum og annarri hörku þvingað Landsnet til að leggja jarðlínur. Andrúmsloftið kringum fyrirtækið mundi skána, ef forstjórar leggðu við hlustir.