Hagstefna Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD gengur þvert á stefnu okkar ríkisstjórnar. OECD féll í gær frá fyrri brauðmola-hagspeki um, að ríkidæmi sáldaðist niður til almennings. Nú vill OECD hækka skatta á fyrirtæki og auð. Vill í staðinn efla innviði þjóðfélaga, þar á meðal velferð. Þessi nýja stefna markar dauða Reagan- og Thatcher-stefnunnar, sem lengi tröllreið vesturlöndum. Bandaríkin gengu þá lengst í að frysta stéttaskiptingu og læsa láglaunafólk í fátæktarbúri. Sú stefna var að gera vesturlönd gjaldþrota. Nú hefur jafnvel OECE séð ljósið og hvetur vesturlönd til að taka U-beygju ekki seinna en strax.