Námsmatsstofnun hefur ítrekað gert mistök í meðferð samræmdra prófa. Ýmist eru spurningar heimskulegar eða rétt svör reynast röng og öfugt eða að einkunnir eru vitlaust reiknaðar. Stofnunin veldur engan veginn hlutverki sínu. Hún getur því einu svarað, að verkferlar verði endurskoðaðir. Það er bara newspeak fyrir aðra yfirlýsingu: Látið okkur í friði. Fráleitt er að reka stofnun, sem ræður örlögum nemenda á grundvelli handarbakavinnu. Við höfum fengið nóg af fréttum af auðnuleysi Námsmatsstofnunar. Þar þarf greinilega að hreinsa út. Á tímum aðhalds í ríkisrekstri er brýnt að svona vitleysingar fái ekki að vaða uppi.