Stóru bófarnir sleppa

Punktar

Þjóðfélaginu gengur ekkert að koma réttlæti yfir helztu útrásarbófa landsins. Nú síðast voru nokkrir sýknaðir í héraði. Annað hvort er Sérstakur saksóknari of lélegur til að gegna embætti eða þá að dómstólar sinna ekki réttlæti, bara meintum orðhengilshætti í lagatextum. Hugsanlega er um hvort tveggja að ræða. Flokkar ríkisstjórnarinnar láta sér þetta vel líka. Þeir skipuðu á löngum tíma nánast alla dómara landsins og Sérstakan að auki. Hins vegar er þetta vont fyrir samstöðu þjóðarinnar. Endurteknir sýknudómar eru ávísun á framhald ofsa og haturs í þjóðmálaumræðunni. Réttlætiskrafa mun áfram krauma undir niðri.