Gullöld sögð hafin

Punktar

Skoðanakannanir benda til, að rétt sé kenning mín um, að stjórnarflokkarnir séu búnir að finna sinn botn og fari ekki neðar. Þeir geti hagað sér eins og þeim þóknast án þess að glata meira fylgi. Gæti verið skýringin á veruleikafirrtu rugli formanna og talsmanna flokkanna tveggja. Þeir tala um manndrápsfjárlögin sem endurreisnarfjárlög. Hrun Landspítalans kalla þeir innspýtingu. Hækkanir skatta kalla þeir lækkanir og ört vaxandi fátækt kalla þeir hagvöxt. Almennt má segja um orð þeirra, að svart sé hvítt og hvítt sé svart. Þegar þetta hefur engin áhrif á fylgið, virðist þriðjungur fólks ímynda sér, að hér sé gullöld.