Óvinsælir ráðherrar

Punktar

Þótt stjórnarflokkarnir hafi fundið sinn botn í samanlögðu 35% fylgi, er botn allra ráðherranna töluvert lægri. Sigmundur Davíð hefur 18% fylgi, þegar mæld er ánægja og óánægja með störf hans. Minnst óvinsæl er Eygló Harðardóttir með 26% fylgi, enda gerir hún ekkert. Verr gengur hjá Sigurði Inga með 17% fylgi, Gunnari Braga með 19% fylgi, Illuga Gunnarssyni með 21% fylgi og Kristjáni Þór með 22% fylgi. Enda hafa þeir verið í ýmsum skítverkum gegn almenningi. Allir ráðherrarnir eru óvinsælli en ráðherrarnir voru í stjórn Jóhönnu. Þetta vekur vonir um, að kjósendur fari að yfirfæra óvinsældir ráðherra á flokka þeirra.