Þrjózkur braskari

Punktar

Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að skipa fjárglæfrakonuna Höllu Sigrúnu Hjartardóttur formann Fjármálaeftirlitsins. Var hún þó í kræfu braski fyrir og eftir skipunina. Braskið komst í hámæli og Halla lofaði að segja af sér formennsku á stjórnarfundi 3. desember. Notaði það til að neita að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar alþingis til að svara spurningum. Svo kom 3. desember og Halla stóð ekki við loforðið. Þóttist vera upptekin allan mánuðinn. Enn hefur hún ekki verið rekin og stjórnar enn eftirlitinu með fjármálum banka. Þar hæfir vissulega skel kjafti, enda gerir ríkisstjórnin ekkert í máli hennar.