Útsölur eru hafnar í jólaösinni. Margir kaupmenn sitja uppi með alltof dýran lager, því fólk kaupir ekki. Er hætt að taka þátt í „hagvextinum“. Ýmist sparar það peningana eða á ekki peningana. Svokallaður hagvöxtur hefur enginn verið á árinu, þvert ofan í fullyrðingar ríkisstjórnar og seðlabanka. Enda mælir hann bara viðskiptaveltu, sem er undir væntingum. Of margir vita, að góðærið er bara venjuleg ímyndun forsætisráðherra. Fólk vill ekki sitja auralaust undir næstu hremmingum. Nú eru læknar að segja upp á Landspítalanum og engir nýir koma í staðinn. Það er þungur uggur í fólki og hann kemur niður á jólakaupmönnum.