Venjulega dettur mér skyndilega í hug að lesa bók hér og nú. Sé það erlend bók, panta ég stafræna útgáfu á Amazon. Tekur hálfa mínútu. Sé hún innlend, er hún oftast ekki til stafræn. Útgefendur eru hér tregir til nýrra viðskiptahátta. En ég get farið niður í bæ og keypt bókina. Tekur kortér, sem er alveg þolanlegt. Erlendis og utanbæjar væri málið flóknara, því þar eru bókabúðir ekki á hverju strái. Kaupi líka sjónvarpsþætti á Amazon. Mér finnst verð á Amazon þolanlegt. Tel hins vegar höfunda eiga að fá hærri prósentu. Íslenzkir bókaútgefendur eru nízkir og bulla um ofurkostnað við útgáfu rafbóka. Sá kostnaður er sáralítill.