Samtök verzlunar og þjónustu segja jólaverzlunina hafa staðið í stað milli ára. Er í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hagvexti ársins, það er að segja viðskiptaveltu. Hann reyndist ekki vera neinn, öfugt við spár seðlabanka og ríkisstjórnar, sem gerðu ráð fyrir miklum hagvexti. Fýldur Már seðlabankastjóri kvartaði yfir hagstofunni og sagði útreikningana koma sér á óvart. En nú hefur jólaverzlunin staðfest hrakspána. Eins og ég hef áður sagt stafar skortur á kaupgleði af ótta fólks við framtíðina. Menn reikna með frekari árásum þjóna auðgreifanna á lífskjör fólks í framhaldi af fjárlögum firrtra silfurskeiðunga.