Ferðin eða dvölin

Ferðir

Ungur eignaðist ég bíl. Varð frjáls, gat ferðast. Ferðin skipti mig meira máli en koman og dvölin á öðrum stað. Í útlöndum voru bílaleigur. Ég gat þá farið án skipulags hvert á land sem var. Á Gullfossi var fyrsti klassi með hanastéli fyrir matinn, það var lífsstíll. Svo komu þotur með ævintýri, allt frá barnum í horninu á gömlu flugstöðinni yfir í ilm af víðum heimi í erlendum flugstöðvum. Að lokum komu svo hestaferðir með langvinnu flökkulífi, þar sem ferðin var komu og dvöl mikilvægari. Smám saman breyttist þetta, koma og dvöl urðu markmiðin. Ferðin sjálf varð að kvöl, einkum í biðröðum og í flugi. Eins og síld í tunnu.