Frá vori í vetur

Punktar

Herforingjar Egyptalands er harðskeyttari hjá Sisi en áður hjá Mubarak. Þeir ofsækja alla, sem stóðu að arabíska vorinu fyrir réttum fjórum árum. Fangelsa lýðræðissinna og strangtrúaða og dæma í drákonskar refsingar fyrir mótmæli. Bandaríkin horfa á þetta með velþóknun, því að þau taka harðstjórn herforingja ævinlega fram yfir lýðræði. Þannig valda þau andstöðu við útbreiðslu lýðræðis í heiminum. Framleiða þúsundir ofstækismanna í heimi múslima á degi hverjum. Aldrei í veraldarsögunni hefur heimsveldi haft jafn fáránlega utanríkisstefnu og stríðsóð Bandaríkin hafa rekið síðustu áratugina. Sjá grein í GUARDIAN.