Áramótaskaupið var upp og ofan, stundum var handritið betra en leikurinn. Mjög erfiður tími fyrir skaup, því veruleikinn er fyndnari en paródían. Víða var komið við og almenningi sjálfum ekki sparaðar sendingar. Sjálfgefið er, að áramótaskaup fjallar mest um ríkisstjórn hvers tíma. Marklítið er að væla út af því. Þessi ríkisstjórn er ótrúlega miklu fyndnari en allar aðrar, sem ég hef fylgzt með í sextíu ár. Því er hætt við, að skopstæling falli flöt á köflum. Ég hló sjaldan, fannst þó margt hóflega fyndið. Gaman er að lesa á fésbókinni um harm skapþungra stjórnarsinna um útreið brandarakarla sinna. Það léttir lund.