Haltu kjafti og hlýddu

Punktar

Örvænting pamfíla í áramótaræðum voru orð Altúngu: „Maður á að segja, að allt sé í bezta lagi.“ Á íslenzku þýðir það: „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður.“ Loddarar þola enga gagnrýni, vilja bara dýrkun án innistæðu. Fólk lifir að vísu ekki á gagnrýni einni saman, ekki frekar en það lifir á að dýrka pamfíla. En gagnrýni er nauðsynleg. Almenningur hefur fengið eigin aðgang að fjölmiðlun. Blogg, fésbók og tíst valta yfir hefðbundna miðla, sem loddarar hafa múlbundið. Núna heyrist margradda kór, sem pamfílar ráða ekki við, uppvísir að undirferli og tilfinningalausri steypu. Þá má því baða skriflega upp úr tjöru og fiðri.