Neita sér um meðferð

Punktar

Samkvæmt tölum velferðarráðuneytisins neitar tíundi hver Íslendingur sér um læknis- og tannlæknisþjónustu. Eigin hlutdeild sjúklinga í heilsukostnaði er orðin of há. Þetta er þvert á stefnu nágrannalandanna í norðanverðri Evrópu. Þar er heilbrigðisþjónusta ókeypis. Hér greiða krabbameinssjúklingar hundruð þúsunda króna á ári fyrir lakari þjónustu. Því veldur græðgisstefna kjósenda stjórnarflokkanna. Telja sjúklinga geta sjálfum sér um kennt. Brýnna sé að létta auðlindarentu af kvótagreifum og skattbyrði af öllum greifum. Í því skyni þurfi að skera niður heilsukostnað ríkisins. Svei ykkur, kjósendur bófaflokka.