Ásdís Halla Bragadóttir skefur ekki af skrímslinu sínu. „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri“, segir hún. ALBANÍA er einmitt illræmt fyrir versta heilbrigðiskerfi Evrópu. Þar verður fólk að mestu leyti að borga sjálft fyrir ömurlega heilsuþjónustu, en auðgreifar hafa aðgang að þolanlegu kerfi. Þetta er það, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill hingað. Þess vegna er hann að rústa Landspítalanum. Vill rýma til fyrir einkareknum spítala Ásdísar Höllu. Hún er galin. Myrka miðaldaríkið Albanía er fyrirmyndin. Svartasta afturhald álfunnar er himnaríki í augum samtaka atvinnurekenda. Galið lið.