Þekktustu hagfræðinar heims deila um, hvort markaðskerfið hafi gengið sér til húðar. Thomas Pikkety telur aukna stéttaskiptingu óhjákvæmilegan fylgifisk markaðskerfis. Joseph Stiglitz telur aukna stéttaskiptingu vera gerviútgáfu af markaðinum. Auka megi jöfnuð í þjóðfélaginu með því að falla frá aðgerðum, sem kenndar eru við Reagan og Thatcher. Endurheimta hagvöxt með því að hækka skatta á fjármagnstekjur og erfðafé, fjárfesta meira í menntun, þrengja möguleika á einokun, takmarka tekjur bankstera, forstjóra og annarra sníkjudýra. Þannig megi efla markaðsfrelsi og hagvöxt. Ísland stefnir í öfuga átt, til stöðnunar.