Franska lögreglan stóð sig illa. Henni mistókst að vernda fólk skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem var undir verndarvæng hennar. Blaðið hefur lengi gert grín að múslimum og birt beittar skrípamyndir eins og Jyllandsposten 2005. Ljóst er, að múslimum fellur slíkt illa. Skopið er hins vegar hluti trúlausrar arfleifðar vestrænnar menningar. Það snýr jafnt að kristni og íslam. Til dæmis er í Evrópu viðurkennt að grínast megi með Jesú Krist eins og Múhameð. Múslimar, sem leita sér heimkynna á vesturlöndum, verða án skilyrða að sætta sig við siði og reglur þess heimshluta. Ríkinu ber að vernda þá, sem reita tryllt öfgafólk til reiði.