Minnst hálfa milljón

Punktar

Hálf þjóðin hefur það ágætt og er ekki í neinum vandræðum með peninga. Sá hluti getur gert með sér hálfrar þjóðar sátt um óbreytt laun. Hinn hlutinn gerir enga slíka sátt um að taka á sig tjónið af gælum ríkisstjórnarinnar við kvótagreifa og aðra auðgreifa. Þeir hafa fengið tugmilljarða af fjárlögum í formi lægri auðlindarentu og afnáms auðlegðarskatts. Hafa þar á ofan tekið tugi prósenta í launahækkanir. Geta alls ekki heimtað, að lág laun hækki bara um tvö eða þrjú prósent. Lágmarkslaun þurfa að hækka upp í hálfa milljón fyrir skatta. Til þess að það taki því að hafa vinnu í þessu furðuríki arðráns í boði örvita kjósenda.