Opnir skrifstofusalir komu til sögunnar seint á starfsævi minni. Ég sé eftir, að hafa ekki strögglað meira gegn þeim. Komið er í ljós, að lokuðu kontórarnir voru mannvænni og afkastavænni. Hávaðinn í opnu rými truflar einbeitinguna og helmingar afköstin. Fólk þarf helzt að vera með heyrnarhlífar til að lifa af þessa nýjung kölska. THE NEW YORKER fann út, að starfsmönnum leið verr í opnum sölum. Þeir framleiddu minna og sýndu minni hugkvæmni. Opnar skrifstofur stuðluðu að athyglisbresti. Í auknum mæli tók fólk sér veikindafrí. Hins vegar kom í ljós, að heimavinna skilar meiri afköstum en allar tegundir skrifstofa. Sú er líka mín reynsla.