Safna þarf fé til að endurreisa minnisvarðann um Helga Hóseasson, eins merkasta Íslendings síðustu aldar. Óþokkar eyðilögðu þennan minnisvarða við Langholtsveg fyrir nokkrum dögum. Helgi þótti óvenjulega skrítinn, varði elliárum sínum í að gagnrýna yfirvöld og almætti. Raunar er ekkert skrítið við að vera öðruvísi í geðbiluðu ríki, þar sem volaðir kjósendur velja heimskustu bófana til valda. Helgi var ekki í kassanum, hann var utan við hann. Við eigum að virða slíka menn. Reykjavíkurborg á að taka frumkvæði að varðveizlu minningar um mann, sem dögum, vikum og mánuðum stóð þögull í sínu úthverfi með mótmælaspjald í hendi.