Fráhrindandi bókstafstrú

Punktar

Lízt illa á bókstaf múslima, fráhrindandi trú, er byggist á forstokkaðri karlrembu kóransins. Og öðrum texta hans, sem stríðir gegn málfrelsi og mannréttindum nútímans. Meðal „hófsamra“ múslima á vesturlöndum er því miður töluverður stuðningur við ógeðfelld sharia-ákvæði kóransins. Raunar eru önnur trúarbrögð litlu skárri. Hef þó í huga, að gagnrýni á kirkjukristni snýst um löngu liðna tíð og gildir varla í nútíma. Kirkjukristni hefur dottið úr vestrænu valdakerfi nema í afturhaldsríkjum á borð við Ísland. Gamla testamenti gyðinga og kristinna er sama ógeð og kóraninn og ætti að falla úr biblíunni. Vond er hvers kyns bókstafstrú.