Í vikunni skrifaði ég stutta pistla í kjölfar hryðjuverksins á Charlie Hebdo. Niðurstaða mín er, að hér sé lítill múslimavandi. Ekki er vitað um terrorista hér. Að múslimar eigi að fá að reisa sínar moskur í friði. Nýir ríkisborgarar kynni sér þó mannréttindi og málfrelsi í stjórnarskrá og hvernig þau feli í sér önnur gildi en sharia kóransins. Gera þarf fólki grein fyrir, að það geti ekki farið gegn stjórnarskrá. Rannsóknir sýna, að í Evrópu er undirliggjandi víðtæk andstaða múslima við vestræn gildi á þessu sviði. Úr hverju þúsund manna mengi, sem efast um slík atriði, kemur kannski bara einn terroristi. En það er of mikið.