Gerræði dómstjórans

Punktar

Gerræði er stundum æðra lögum í dómsmálum hér á landi. Jafnvel dómstjórar fara ekki eftir lögum og reglum. Halldór Halldórsson fer ekki eftir Dómstólaráði. Dómstjóri Norðurlands vestra birtir dóma bara í undantekningartilvikum. Suma dóma birtir hann eftir dúk og disk, þegar hann hefur sætt ákúrum fyrir gerræði. Skýringar hans halda ekki vatni. Segir héraðið of fámennt til að rétt sé að birta dóma. Segir birtingu gera dóma eilífa, því „Google gleymir engu.“ Þetta er prívat gerræði. Ófært að hafa dómara, sem fer ekki eftir lögum og reglum í eigin hegðun. Skrítið, að Dómstólaráð láti sig ekki varða gerræði dómstjórans.