Ágreiningur Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn er fólginn í dálæti Benedikts Jóhannssonar á Evrópusambandinu. Í öllum öðrum málum fylgir hann stefnu síns gamla flokks. Hefur beinlínis lagt til, að kvótagreifarnir haldi öllum þorra veiðiheimildanna. Kratar mislesa hann, þegar Stefán Jón Hafstein og Össur Skarphéðinsson hrósa honum fyrir kvótastefnuna. Líklega blindar Evrópuglýjan þeim sýn. Evrópusinnaðir hægri menn geta fylgt Viðreisn að málum, en það verður ekki breið fylking. Samfylkingin fær þar engan stuðning við stjórnarskrá eða markaðsverð á auðlindarentu. Raunar sýnist mér hún lítinn áhuga hafa á slíku.