Þægilega svart-hvítt

Punktar

Fólki líður vel með svartar og hvítar myndir. Annað hvort eru múslimar góðir eða vondir. Engin afbrigði af gráu eru leyfð. Tók vel eftir því á fésbók, er ég lýsti gráum skoðunum á þessu sviði. Til dæmis var sumt vinstra fólk svo hissa, að það gat bara gargað. Múslimar eru hvorki góðir né vondir, ekki frekar en kristnir eða trúlausir. Aðlögunarhæfni múslima er samt slök að meðaltali. Íslam er miðlægari sínu fólki en önnur trú er sínu fólki á veraldlegum vesturlöndum. Í Róm er ég sem Rómverji, í Persíu sem Persi. Ætlast til, að múslimar á Íslandi fylgi staðarreglum um manninn og frelsið. Og móðgist ekki frekar en kirkjan.