Á Vesturlöndum eru múslimar fremur slappir terroristar. Allur þorri hryðjuverka í Evrópu er annað hvort á vegum þjóðernishópa í sjálfstæðisbaráttu eða á vegum öfga-vinstris og öfga-hægris. Múslimar eiga bara 2% af hryðjuverkum í Evrópu á þessari öld samkvæmt tölum frá Europol. Breivik reyndist hættulegri en Íslam. Tölur frá FBI segja, að múslimar eigi 6% af hryðjuverkum í Bandaríkjunum árin 1980-2005. Það er því ekki nóg að garga: „Múslimarnir eru komnir“. Vesturlönd þurfa á ýmsan hátt að verjast hryðjuverkum, mest þó heimatilbúnum. Þurfa meðal annars að forðast stríð. Og forðast að fá nýborgara, sem ekki vilja aðlagast.