Með því að vera í lífeyrissjóði missirðu rétt til ellilauna. Lífeyrisgreiðslur til þín dragast nefnilega frá ellilaunum ríkisins. Sjóðirnir hafa í raun það eina hlutverk að færa greiðsluskyldu lífeyris frá ríkinu til launþegans. Hann borgar mánaðarlega í lífeyrissjóð, en fær ekkert í staðinn. Ekki fyrr en tekjur hans eru orðnar svo miklar, að lífeyrisprósentan fer yfir upphæð ellilauna. Þar á ofan eru sjóðirnir orðnir að banabita verkalýðsfélaga. Þau snúast að mestu um samsæti með atvinnurekendum í stjórnum sjóða og fyrirtækja, sem sjóðirnir reka. Vinna þar beinlínis gegn hagsmunum launafólks, svo sem í glæpafélaginu Lýsingu.