Ekki kemur á óvart, að Jón Gunnarsson þingmaður reyni að snapa fæting við hvers konar umhverfissinna. Í Sjálfstæðisflokknum er útbreidd sú skoðun, að verktakar sé allri náttúru æðri. Sama er að segja um Framsókn. Sumir telja líka, að lón og stíflur taki náttúru fram að fegurð. En aðallega snýst þetta um verktakana. Undarlegra er, að ríkisstofnunin Orkustofnun taki þátt í að efla úlfúð og reiði fólks og snapa fæting við það. Geðveikar eru áætlanir stofnunarinnar um að rífa fyrri sættir og skutla sextán vernduðum stöðum í nýtingu. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri hefur að vísu áður sýnt vanstillingu. En nú er komið upp í kok.