Fylgdist vel með pólitík, þegar eignir gömlu bankanna voru seldar nýjum bönkum. Þá kom skýrt fram, að þær voru seldar með miklum afföllum. Gylfi Magnússon og Steingrímur J. Sigfússon lýstu því ítrekað. Ennfremur, að misjafnt mundi koma út úr þessum eignum. Sumar mundu skila sér að fullu, aðrar ekki og enn aðrar með afskriftum, miklum eða litlum. Deila má um, hversu réttlátt eða skynsamt þetta var, en aðferðin var aldrei leyndó. Sá þáttur í „uppljóstrun“ Víglundar Þorsteinssonar er því gömul frétt. Vonlítið er að sýna fram á, að einhver hafi brotið lög með þessari aðferð. Enginn var þá kærður eða hefur enn verið kærður.