U-beygja siðblindingjans

Punktar

Hanna Birna játaði loks lýsingu lögreglustjóra á samskiptum þeirra og bað hann afsökunar á framferði sínu. Það gerði hún til að milda niðurstöðu umboðsmanns alþingis. Degi síðar sagðist hún alls ekkert hafa pönkast á lögreglustjóra og enn síður hafa viðurkennt það. Alger siðblinda varaformanns Sjálfstæðisflokks stingur í augu. Fólk hélt, að málinu væri lokið, en svo er aldeilis ekki. Það endar með, að tuddinn ryðst inn á alþingi og í ríkisstjórn. Siðferði pólitíkusa þessa flokks er í sama frostmarki og þeirra tugþúsunda kjósenda, sem enn styðja sjálfa orsök móðuharðinda nútímans. Ógæfuliðið rótast tryllt í siðblindu sinni.