Google ræðst á Kristin

Fjölmiðlun

Don´t be evil var lengi kjörorð Google. Fyrirtækið er á flótta undan kjörorði sínu. Upplýsti í dag, að það hafi fyrir þremur árum orðið við kröfu bandarískra yfirvalda um að afhenda öll samskipti Kristins Hrafnssonar á netinu. Afhending nær til skjala þriggja blaðamanna Wikileaks, Kristins, Sarah Harrison og Joseph Farrel. Þau þrjú eru talin ógna öryggi Bandaríkjanna vegna vinnu sinnar fyrir Wikileaks. Enn eitt dæmið um breytingu Bandaríkjanna í alræðisríki að hætti skáldsögunnar 1984 eftir George Orwell. Fengu líka kortafyrirtæki til að stinga undan greiðslum til Wikileaks. Mál gegn Valitor vegna þess er nú rekið hér.

KJARNINN