Siðferði er heiðið

Punktar

Siðferði í nútímanum á eldri rætur en í kristni. Kom fyrst fram hjá forngrískum spekingum, svo sem Sókratesi, Plató og Epíkúrusi. Grískar rætur vesturlanda voru ítrekaðar á endurreisnartíma. Þroskuðust svo á veraldlegri upplýsingaöld. Við sögu komu trúleysingjar á borð við Voltaire, Spinoza, Jefferson og Paine. Síðar komu fleiri til skjalanna, svo sem Bertrand Russell. Öðrum þræði flutti frumkristni svipaðar kenningar um góða siði og enn frekar á endurreisnartíma. Ókristnar rætur góðra siða í nútímanum eru þó öflugri en hinar kristnu. Hér á landi vísa Hávamál til háþróaðs siðferðis, sem er miklu eldra en kristnitakan.